Members Exhibition MHR "40 ára afmælissýning MHR" Kling og Bang Reykjavík 17. August - 16. September
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík var formlega stofnað á afmælisdegi Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, 17. ágúst árið 1972, en stofnun félagsins átti sér langan aðdraganda í óformlegum útisýningum sem haldnar voru á Skólavörðuholti. Þær sýningar spönnuðu mikla umbreytingatíma í íslenskri myndlist en allt frá stofnun Myndhöggvarafélagsins hefur saga þess verið samofin sögu listsköpunar á Íslandi..................
MHR40ÁRA er sýning sem snýr að starfsemi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, félagsmönnum þess og sýningum sem hafa á einhvern hátt, beint eða óbeint, þróast fyrir tilstilli félagsins. Markmiðið með henni er að sýna fram á og minna á mikilvægi þess í íslensku menningarlífi