FRÉTTABLAÐIÐ ICELAND 17.October 2009 text by Aðalsteinn Ingólfsson IS / EN
UMHVERFI Í VERKI, VERK Í UMHVERFI
Hugleiðingar um myndlist Guðrúnar Nielsen
Það er gömul saga og ný að listamenn þurfa ekki að vera ýkja lengi að heiman til að fenni yfir það rykti sem þeir hafa skapað sér, nema þá að útivist þeirra reynist ein samfelld frægðarför. Segja má að Guðrún Nielsen myndlistarmaður hafi verið fjarri heimahögum í tvöföldum skilningi; hún hefur verið við nám og störf í Bretlandi í fjórtán ár og í ofanálag hefur hún kosið að rækta það afbrigði þvívíddarlistar sem verið hefur nokkuð svo útundan í íslenskri myndlist hin síðari ár, nefnilega formhyggju með mínímalísku eða konstrúktífísku ívafi; ekki er úr vegi að nefna verk þeirra Hallsteins Sigurðssonar og Sigrúnar Ólafsdóttur, nú í Þýskalandi, í þessu samhengi.
Á hinn bóginn hefur Guðrún ávaxtað sitt listræna pund prýðilega í bresku skúlptúrumhverfi, enda er fyrir hendi þar í landi löng og sterk hefð fyrir módernískri þrívíddarlist af ýmsu tagi, allt frá fígúratífum bronsskúlptúr upp í staðbundnar innsetningar úr varanlegum efnum, og hefur þessi hefð hvergi látið undan síga fyrir nýrri afbrigðum þrívíddartjáningar, eins og gerðist hér heima. Í tímans rás hefði vissulega hefði verið full ástæða til að staldra við og gera viðvart um ýmsa upphefð sem Guðrún hefur hlotið í Bretlandi. Þar má nefna samkeppnirnar sem hún hefur ýmist unnið eða hlotið margháttaðar viðurkenningar fyrir, verk hennar á opinberum vettvangi eða í eigu opinberra aðila í Bretlandi – tæplega 30 metra langt verðlaunaverk eftir hana frá 1998 mun rísa við Greenham Common innan tíðar – og ekki síst frama hennar innan samtaka breskra myndhöggvara (Royal Society of British Sculptors), sem buðu henni fulla aðild, fellowship, árið 2001. Þess má geta að aðeins lítill hluti þeirra myndhöggvara Í Bretlandi sem sækja um inngöngu er boðið að ganga í samtökin.
Tvennt er það sem án efa hefur sett varanlegt mark á viðhorf Guðrúnar til þrívíddarlistar, nærri tíu ára starfsferill hennar sem tækniteiknari hjá Fjarhitun – hún hóf ekki myndlistarnám fyrr en hún var komin á fertugsaldur – og kennarar hennar við skúlptúrdeild Myndlista-og handíðaskólans á árunum 1985-89, Ungverjinn Imre Kocis og Pétur Bjarnason, sá síðarnefndi nýkominn úr námi í bronssteypu í Belgíu. Báðir voru – og eru - þeir miklir verkmenn, gæddir ríkulegri efniskennd. Báðir voru aukinheldur hallir undir módernísk gildi í þrívíddarlist fremur en þá tilraunastarfsemi sem þá átti sér stað í svokallaðri „Deild í mótun“ annars staðar innan veggja Myndlista-og handíðaskólans. Listrænt innræti Guðrúnar kemur glöggt fram í lokaverkefni hennar við skólann, hrein og tær tilbrigði úr gifsi við þrjú frumform rúmfræðinnar, hring, þríhyrning og keilu.“Ég hafði þá um nokkurt skeið lagt sérstaka áherslu á jafnvægi og hreyfingu forma af þessu tagi,“ segir Guðrún í viðtali.
Myndvæðing almannarýmis
Framhaldsnám Guðrúnar í Lundúnum, fyrst við Chelsea College of Art and Design 1990-92 og séstaklega mastersnám hennar við byggingarlistardeild East London háskólans 1994-95, varð til að þroska myndlistarleg viðhorf hennar til muna og veita henni innsýn í veröld „opinberrar myndlistar“ í Bretlandi, ef svo má að orði komast. Eins og áður er nefnt eiga Bretar sé langa hefð fyrir notkun þrívíðra listaverka á almannafæri og hafa fjölmargir aðilar, opinberir og óopinberir, milligöngu um „myndvæðingu“ skemmtigarða, ríkisrekinna stofnana sem og stórra einkarekinna fyrirtækja. Chelsea listaskólinn lagði mikla áherslu á samvinnu frjálsrar myndlistardeildar og þeirrar deildar sem hafði með höndum allrahanda umhverfismótun,veggmyndahönnun jafnt sem mótun opins rýmis á almannafæri, hafði síðan milligöngu um þátttöku efnilegra nemenda í samkeppnum um listaverk á almannafæri. Það var eins og við manninn mælt; við lok náms í Chelsea skólanum, 1992, hafði Guðrún dregist á að taka þátt í hvorki fleiri né færri en fimm samsýningum og samkeppnum.
Á sama tíma varð Guðrúnu vel ágengt með útskriftarverkefni sítt fyrir Chelsea skólann, því verk hennar Wheel of Progress, hringlaga strúktúr á láréttu tannhjóli, 16.80 metra löngu, fékkst sett upp við Hönnunarsafnið í Lundúnum í tengslum við norræna hönnunarsýningu sem þar var haldin árið 1992. „Það er áberandi“ segir Guðrún þegar hún lítur til baka,“ hve oft ég nota hringformið sem ég var alltaf að teikna þegar ég var hjá Fjarhitun í gamla daga.“ Verkið við Hönnunarsafnið þótti afar vel heppnað og í takt við þá starfsemi sem fór fram í safninu og fór svo að þegar sýningunni lauk bauð stjórn safnsins Guðrúnu að setja verkið upp til frambúðar, svo fremi sem fjársterkir aðilar fengjust til að kosta bronssteypu þess . Ekki tókst að afla þess fjárs og því varð ekkert úr varanlegri uppsetningu „Framfarahjólsins“ við Hönnunarsafnið.
Eins og áður er nefnt hélt Guðrún áfram námi í skúlptúr-og umhverfisfræðum í arkitektúrdeild háskólans í East London, en þetta er eins árs nám, ætlað nemendum úr lista-og hönnunargeiranum. Þar reynir enn á hæfileika listamanna til að laga viðhorf sín að þörfum arkitekta og annarra sérfræðinga á sviði umhverfis-og landslagshönnunar. Þarna var nemendum m.a. uppálagt að vinna skúlptúrverkefni í tengslum við ýmiss mannvirki og menningarlandslag í austurhluta Lundúnaborgar. Eitt af verkefnum Guðrúnar var að búa til drög að þrívíddarverki sem tengdist flóðavörnunum við Thames-fljót.
Segja má að þetta nám hafi endanlega sannfært Guðrúnu um þjóðfélagslegt hlutverk þrívíddarlistar og nauðsyn þess að beintengja opinber þrívíddarverk ævinlega við nánasta umhverfi sitt, formrænt, hugmyndalega og sögulega. Hún er því ekki mikið fyrir að framleiða lítil þrívíddarverk til heimilisbrúks. Það gefur auga leið að sjálf laðast hún fyrst og fremst að verkum þeirra listamanna sem mest hafa látið að sér kveða á vettvangi svokallaðra „site-specific“ þrívíddarverka: umhverfistengdum verkum Íslandsvinarins Richards Serra, makalausu „húsi“ Rachel Whiteread, stærri verkum Anish Kapoor og loks að þeim verkum Anthony Caro sem bera mestan keim af arkitektúr. Sjálfsagt mætti leiða að því líkur að nýlegt verk Guðrúnar, Skylight (þakgluggi/himinskin), samstæða átta hárra pýramíða á hvolfi, sem yfirskyggja hvern áhorfanda sem freistar inngöngu í verkið, sé öðrum þræði eins konar hylling til Richards Serra, sem einmitt er þekktur fyrir að setja saman háreistar , níðþungar þar með mátulega „hættulegar“ stálplötur.
Japönsk áhrif
Of langt mál væri að telja upp þau verkefni sem Guðrún hefur tekist á hendur síðan hún lauk námi árið 1995, jafnt í tengslum við samkeppnir sem stærri sýningar. Af lýsingum og ljósmyndum að dæma er það þó tvennt sem einkennir öll þessi verkefni; eru þá væntanlega eins konar höfundareinkenni hennar. Annars vegar er klárlega næmi hennar fyrir sérkennum og sögu þess umhverfis sem henni er uppálagt að vinna fyrir og hæfileiki hennar til að finna þessum sérkennum og sögu myndrænt mótvægi við hæfi. Í svokallaðri „Cleveland Lakes Bird Hide Competition“ í Vestur-Englandi gerði Guðrún tillögu að þrívíddarverki í formi tveggja hæða byggingar, þar sem efniviðurinn var steinn, timbur og pressaður leir úr héraðinu. Hluti af þessari tillögu var svokallaður „serpentine veggur“, ævagamalt enskt fyrirbæri, en breski listamaðurinn Andy Goldsworthy hefur einnig notað hann í a.m.k. einu verka sinna.
En lausnir Guðrúnar eru ekki alltaf eftir bókinni, því í mörgum tilfellum lætur hún hið kunnuglega og framandlega slá neista hvort af öðru, „endurspegla fjarlæga sögu“, svo notuð séu orð hennar sjálfrar. Í grasagarði háskólans í Leicester brá hún á það ráð að reisa eins konar „óvirkt“ japanskt tehús, en þá hafði hún orðið fyrir mikilli hugljómun í Japansferðum með manni sínum árin 2003 og 2005. Japansáhrifin nýtti hún sér til enn frekari landvinninga, þau urðu kveikjan að sýningu að öðru „óvirku“ tehúsi í Galleríi Sævars Karls árið 2005 og japönsku tegarðshliði – Amigasamon - í Abbey House Gardens í Malmesbury árið 2007. Loks má geta um nýlegt (2008) þrívíddarverk Guðrúnar úr tré fyrir japanskan garð í Bretlandi, gert í japönskum stíl með hangandi „Obi“ lindum.
Raunar má segja að Guðrún hafi verið komin til Japans í huganum áður en hún kom þangað í eigin persónu, ef svo má segja, því áðurnefnt verðlaunaverk hennar Changes frá 1998, gert fyrir Greenham Common svæðið, er í eðli sínu risavaxið tilbrigði um japanskan origami pappírsskúlptúr af herþotu. Þessi Japansáhrif tengjast öðru höfundareinkenni Guðrúnar, sem vonandi skín í gegnum allt sem hér hefur verið sagt um hana, nefnilega viðvarandi áhuga hennar á hreinum og klárum formum og hlutföllum, öllu því sem stuðlar að góðu innbyrðis skipulagi, léttleika, jafnvægi og samspili, jafnt utan verks sem innan. Eins og margir vita er þetta einmitt einkenni á japanskri þrívíddarmótun, eins og hún birtist t.d. í verkum nútíma arkitekta þar í landi. Þessu fylgir sparneytni í efnisnotkun, en það er einnig viðhorf sem stendur Guðrúnu nærri.
Guðrún hefur verið búsett á Íslandi frá 2003 og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort henni tekst að afla hugmyndum sínum um umhverfistengd þrívíddarverk stuðnings í íslensku myndlistarumhverfi. Alltént hefur hún sambönd sín í Bretland upp á að hlaupa, en þar hefur hún áfram aðgang að vinnuaðstöðu og verkefnum.
2)
Fréttablaðið Iceland 17.October 2009 text by Aðalsteinn Ingólfsson
THE SITE WITHIN, THE SITE WITHOUT
Reflections on the art of Guðrún Nielsen
It is an old adage that an artist doesn´t have to stay away from his native soil for very long before his local reputation begins to pall, unless his sojourn abroad turns into an unmitigated triumph. Icelandic sculptor Guðrún Nielsen has been away from her native soil in a twofold sense. She has been studying and working in Britain for a period of fourteen years; in addition she has chosen to align herself with the kind of three-dimensional art that has been out of fashion in the Icelandic art world for awhile, namely what might be called a modernist-based formalism with minimalist or constructivist overtones, exemplified by the work of British-trained Hallsteinn Sigurðsson and Germany-based Sigrún Ólafsdóttir.
However, Guðrún has made good as an artist in the world of British environmental sculpture, which boasts of a long tradition encompassing everything from figurative bronzes for public gardens to permanent site specific installations. This is a tradition that has in no way yielded to newer forms of three-dimensional art, as happened in Iceland. Throughout the fourteen years Guðrún spent in Britain, there was certainly ample reason to report on the many honours and assignments that she received there, the many sculpture competitions that she has entered, the favourable mentions and the prizes, the sculptures now in the public domain in Britain – a 30 metre long prize-winning sculpture of hers from 1998 will soon be installed at Greenham Common. Not to mention Guðrún´s acceptance by the Royal Society of British Sculptors, which offered her a fellowship in 2001. It should be added that only a limited number of sculptors working in Britain are ever offered a fellowship by that august body.
Two factors have probably contributed decisively to Guðrún´s development as a sculptor, on the one hand her ten years of work as a technical draughtsman at the Fjarhitun Thermal Engineering Company – she did not enter art school until her thirties – the other being the calibre of her teachers at the sculpture department of the Icelandic College of Art and Crafts in 1985-89, Hungarian artist Imre Kocsis and bronze specialist Pétur Bjarnason, newly graduated from a Belgian art academy. Both of these artists were – and are – skillful professionals with a hands-on approach and a healthy respect for the properties of the sculpture material. Both were also more sympathetic to the modernist sculptural canon than the experimental attitude then prevailing in the ICAC´s so-called „progressive department“. Guðrún´s graduate piece shows clearly where her own sympathies lie, for its is a three-dimensional variation on the three basic forms of geometry, the circle, the triangle and the cone, made out of plaster of Paris. „I had for some time been studying the internal balance and movement of forms of this type,“ she said in a later interview.
The Visual Empowerment of Public Space
Guðrún´s studies in London, first at the Chelsea College of Art and Design in 1990-92, and especially her postgraduate studies at the department of architecture at the University of East London 1994-95, served to consolidate and mature her artistic resolve, in addition to giving her an insight into the world of „public art“ in Britain. As previously mentioned, modern Britain has long excelled in the placement of sculptures in the public domain. They are sponsored by official as well as private organizations, which see it as their task to provide public spaces, be it parks, government institutions or private companies with a prominent public profile, with a visual focal point of one type or another, for enjoyment or enlightenment. Chelsea College of Art and Design specially emphasized the cooperation between its art department and its department of environmental studies and public decoration, and made a point of encouraging its students to enter competitions for public sculptures. They were quick to perceive Guðrún´s abilities, and by the end of her studies in Chelsea, 1992, she had been persuaded to take part in no fewer than five competitions and/or group exhibitions.
At the same time Guðrún enjoyed a measure of success with her graduation piece from Chelsea, the large Wheel of Progress, a circular structure placed on a horizontal grid of some 16.80 metres. Shortly after it had been finished ,permission was granted to place itoutside the Design Museum in London in connection with a show of Scandinavian design. „I always seem to go back to circular forms of the type I was constantly drawing when I worked for Fjarhitun Engineering“, Guðrún reminisces. Her Wheel at the Design Museum seemed to successfully bridge the gap between art and design, the public liked it, and at the end of the Scandinavian design show the board of the museum offered Guðrún a permanent placement of her piece, if she could procure sufficent funds to have it cast in bronze. Needless to say this was beyond the capabilities of the ordinary art student, even a mature one, so this opportunity unfortunately passed Guðrún by.
As previously mentioned Guðrún then entered a one-year course in sculpture and environmental studies in the architecture department of the University of East London. This is a course attuned to the needs of students from both the arts and design fields, training them to work with architects and environmental and landscaping specialists. The students were given sculpture projects centering on the urban environment and the cultural landscape of the eastern London area. One of Guðrún´s projects was to come up with a proposal for an environmental piece that related to the floodgates on the River Thames.
It is fair to say that these studies convinced Guðrún of the social role of environmental sculpture and of the necessity of optimum placement, i.e. the linkage of public sculptures with their immediate environment, formally, conceptually and historically. Thus Guðrún is not one to produce small-scale sculptures for the home. Consequently, she herself is most attracted to the works of artists known for their site-specific sculptures: the larger environmental pieces by Richard Serra, whose work can now also be found in Iceland, Rachel Whiteread´s amazing „house“, the larger pieces by Anish Kapoor and Anthony Caro´s sculptures with an architectural slant. It could probably be argued that Guðrún´s recent piece entitled Skylight, a set of eight large-scale and upside-down pyramids which loom threateningly over those bold enough to enter into it, is a homage of sorts to Richard Serra, who is known for the precarious balance of the huge plates of steel that he uses in many of his public works.
The Japan Factor
Guðrún has entered dozens of competitions for public sculpture since she finished her studies in 1995. They are of a varying type and size, but judging from descriptions and photographs of these pieces, there are two important things that they seem to have in common, which in turn would constitute the fundamentals of her „style“. On the one hand there is her sensitivity to the characteristics and history of the environment where her sculptures are to be placed, and her ability to come up with visual counterpoints to these features. For the so-called „Cleveland Lakes Bird Hide Competition“ in the west of England, Guðrun presented a proposal for a three-dimensional piece in the form of a two-storey building out of local timber and stone. The proposal included a reference to the ancient serpentine wall, also found locally. British artist Andy Goldsworthy has also used this type of wall in one of his environmental pieces.
Guðrún´s proposals are seldom predictable. In many instances she manages to engineer a creative clash between the familiar and the unfamiliar. She is particularly fond of what she calls the „incorporation of faraway features“ into her work. In the Botanical Gardens of he University of Leicester she constructed a „non-functioning“ Japanese teahouse, for by then she had been greatly impressed by Japan during two trips with her husband in 2003 and 2005. The „Japan factor“ emerges in subsequent pieces, for instance in another „non-functioning“ teahouse in the Saevar Karl Gallery in Reykjavik in 2005 and a Japanese tea garden gate, Amigasamon, erected in the Abbey House Gardens in Malmesbury in 2007. One of Guðrún´s most recent pieces (2008) is a wooden construction for a Japanese garden in Britain, designed in a traditional Japanese manner and incorporating Obi banners.
In actual fact, Guðrún had probably made the journey to Japan mentally before going there physically, so to say, for her prize-winning piece Changes (1998), destined for Greenham Common, is essentially a series of gigantic Japanese origami pieces showing a military jet in the process of deconstruction.
The „Japan factor“ should be seen in the context of the second aspect of Guðrún´s „style“, which has been touched on briefly in discussions on her individual pieces, namely her enduring interest in clear and concise forms and proportions, and in qualities such as lightness and harmony, in short, everything that contributes to the optimum balance of elements within the work at hand as well as the environment without. These are qualities traditionally associated with the Japanese attitude to mass and space, as seen in the work of their most prominent architects. A fundamental aspect of this attitude is a certain spareness with regard to materials, which is also something that Guðrún subscribes to.
Guðrún has been back in Iceland since 2003. It will be interesting to follow her progress within the small and tightly-knit Icelandic art world, to see whether she will be able to put into practice her ideas about environmental sculpture. In any case, she still has her contacts, assignments, studio space – and her reputation - in the UK to fall back on.